20.04.2016
Í síðustu viku fór fram skólafundur. Til umræðu voru vinnustofur og umgengni. Sjá myndir í myndasafni með að smella á fyrirsögn.
Lesa meira
12.04.2016
Námskeið í vefforitun í samstarfi við Verkmenntaskóla Austurlands og FABLAB verður haldið dagana 19. - 21. apríl. Námskeiðið fer fram í FABLAB frá 18:00 - 21:00
Námskeiðsgjöld eru 10.000 kr.
Athugið að námskeiðið verður haldið með fyrirvara um næga þáttöku. Lágmarksþáttaka eru 12 skráningar.
Skráning og greiðsla fer fram á vefslóðinni:
http://koder.is/seminar/verkmenntaskoli-austurlands-vefforritun/
Á námskeiðinu munu þátttakendur læra:
HTML grunnur
CSS grunnur
Javascript grunnur
Hönnun á einföldu vefappi
Tímasetningar:
19. apríl // 18:00 - 21:00
20. apríl // 18:00 - 21:00
21. apríl // 18:00 - 21:00
Þátttakendur þurfa ekki að eiga eigin tölvu til að taka þátt. Við komum með vinnustöðvar fyrir alla.
Lesa meira
08.04.2016
Mánudaginn 11. apríl verður skólafundur. Fundurinn verður settur í stofu 1 kl. 10:55 þar sem skólameistari fer yfir fyrirkomulag skólafundar, umræðuefni o.fl.. Að þessu sinni eru umræðuefnin tvö. Í fyrsta lagi umgengni og í öðru lagi vinnustofur. Allir nemendur og starfsfólk VA eru boðaðir á fundinn. Gert er ráð fyrir því að fundurinn standi í um klukkustund og fellur öll kennsla niður á meðan.
Lesa meira
05.04.2016
Nemendur og kennarar á starfbrautinni skelltu sér í vettvangsferð til Reyðarfjarðar 4.mars síðastliðinn. Ferðin hófst hjá Slökkvuliði Fjarðabyggðar en þar tók Guðmundur Helgi Sigfússon á móti hópnum og fræddi um starf slökkvuliðsmanna auk þess sem hann sagði sögur úr starfinu og sýndi aðstöðuna. Sérstaklega sló í gegn hjá hópnum að fá að renna sér niður súluna og skoða bílana. Að þessu loknu lá leiðin á Íslenska stríðsárasafnið en þar tók Pétur Sörensson á móti hópnum og sýndi safnið. Hann kunni ótal góðar sögur af stríðsárunum og vöktu margir gripir á safninu áhuga gestanna. Ferðin endaði á Tærgesen í pizzuveislu og þannig lauk skemmtilegum og fræðandi degi.
Lesa meira
16.03.2016
Geðræktarmálþingið ,,Hvað segirðu gott?“ var haldið í Nesskóla, Neskaupstað síðastliðna helgi. Málþingið skiptist í tvo hluta, á föstudagskvöldið fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára en öllum opið á laugardeginum.
Það voru forvarnarteymi VA, foreldrafélög VA og Nesskóla og starfsfólk fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar sem stóðu fyrir málþinginu.
Á málþinginu komu fram sterkar persónur með reynslusögur, erindi og gjörninga. Þar var m.a. annars nemandi sem fjallaði um baráttu sína við þunglyndi og aðstandandi sem deildi reynslu í kjölfar sjálfsvígs. Þá flutti Salóme Rut erindi um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna og Petra Lind Sigurðardóttir hélt erindi um líkamsímynd og átraskanir. Einnig framkvæmdu nemendur frá Listaakdemíu VA gjörninga þar sem þeir túlkuðu á magnaðan hátt þær tilfinningar sem þeir hafa glímt við s.s. einelti og kvíða. Það var síðan Logi Geisson fyrrum landsliðsmaður í handknattleik sem endaði málþingið á erindi um sjálfstraust og markmiðssetningu.
Vel tókst til og má áætla að um 300 manns hafi sótt málþingið. Almennt mátti heyra að gestir hafi verið mjög ánægðir með hvernig til tókst.
Geðræktarmálþingið ,,Hvað segirðu gott?“ var haldið í Nesskóla, Neskaupstað síðastliðna helgi. Málþingið skiptist í tvo hluta, á föstudagskvöldið fyrir ungmenni á aldrinum 16 – 20 ára en öllum opið á laugardeginum.
Það voru forvarnarteymi VA, foreldrafélög VA og Nesskóla og starfsfólk fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar sem stóðu fyrir málþinginu.
Á málþinginu komu fram sterkar persónur með reynslusögur, erindi og gjörninga. Þar var m.a. annars nemandi sem fjallaði um baráttu sína við þunglyndi og aðstandandi sem deildi reynslu í kjölfar sjálfsvígs. Þá flutti Salóme Rut erindi um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna og Petra Lind Sigurðardóttir hélt erindi um líkamsímynd og átraskanir. Einnig framkvæmdu nemendur frá Listaakdemíu VA gjörninga þar sem þeir túlkuðu á magnaðan hátt þær tilfinningar sem þeir hafa glímt við s.s. einelti og kvíða. Það var síðan Logi Geisson fyrrum landsliðsmaður í handknattleik sem endaði málþingið á erindi um sjálfstraust og markmiðssetningu.
Vel tókst til og má áætla að um 300 manns hafi sótt málþingið. Almennt mátti heyra að gestir hafi verið mjög ánægðir með hvernig til tókst.
Lesa meira
14.03.2016
Dagana 9. – 11. mars voru geðræktardagar í VA. Myndir frá 11. mars eru komnar í myndasafnið.
Lesa meira
11.03.2016
Dagana 9. – 11. mars eru geðræktardagar í VA. Myndir frá öðrum degi eru komnar í myndasafnið.
http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/gedraektardagar-2016-fimmtudagur
Lesa meira
10.03.2016
Dagana 9. – 11. mars eru geðræktardagar í VA. Myndir frá fyrsta degi eru komnar í myndasafnið.
http://www.va.is/is/skolatorg/myndasafn/gedraektardagar-2016
Lesa meira
02.03.2016
Smáskipanámskeið í Verkmenntaskóla Austurlands
Í mars - apríl ef næg þátttaka næst
Kennt verður að hluta til með fjarnámsfyrirkomulagi með 2 – 3 staðlotum. Fyrsta staðlotan er 12. – 13. mars og hefst þá kennsla kl. 9:00 laugardaginn 12. mars.
Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður.
Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008.
Lesa meira
29.02.2016
Dagana 9. – 11. mars verða geðræktardagar í VA. Þá mun öll hefðbundin kennsla falla niður og boðið verður upp á ýmiskonar vinnustofur sem tengjast á einn eða annan hátt geðrækt. Verkmenntaskóli Austurlands er þátttakandi í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli sem hefur það að markmiði að stuðla að almennri heilsu nemenda og starfsmanna. Þeir nemendur sem taka þátt alla geðræktardagana (fyrir og eftir hádegi) fá eina f-einingu fyrir.
Skráning í vinnustofur fer fram dagana 01.03 – 04.03 á heimsíðu VA undir skólatorg. Nemendur þurfa að velja vinnustofur fyrir og eftir hádegi (þar sem það á við). Þar sem fjöldatakmarkanir eru í sumar vinnustofur, verða nemendur að velja vinnustofur til vara. Veljið þrjár vinnustofur fyrir hvern dag (fyrir og eftir hádegi ef það á við), setjið nr. 1 við það sem ykkur langar helst að taka þátt í, nr. 2 við það sem ykkur langar næst helst að taka þátt í og nr. 3 það sem er í þriðja sæti hjá ykkur.
Lesa meira