Gagnlegar upplýsingar við upphaf annar

  • Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 8:00 – 16:00
  • Kennsla hefst alla daga kl. 8:30
  • Skóladagatal hangir uppi í auglýsingatöflu VA og á heimsíðu skólans.
  • Öllum nemendum stendur til boða þjónusta námsráðgjafa, tímapantanir eru hjá ritara.
  • Allir nemendur hafa sinn umsjónarkennara,  nemendur sjá í Innu hver það er.
  • Tilkynningum varðandi skólastarfið er komið á framfæri á sjónvarpsskjáum sem eru staðsettir á eftirtöldum stöðum:  í bóknámshúsi á stigapalli á móti anddyri og í setustofu, í verknámshúsi er skjárinn í anddyri.
  • Tölvustofa og bókasafn eru opin frá kl. 8:00 – 17:00 nema á föstudögum frá kl. 8:00 – 16:00.
  • Ekki er ætlast til að nemendur séu með mat og drykk í tölvustofu eða bókasafni heldur noti setustofuna til þess að borða og drekka nesti.
  • Allir nemendur hafa aðgang að rafrænni orðabók - snara.is á innra neti skólans.
  • Nemendur eru beðnir um að ganga vel um í setustofunni, þetta er samverustaður allra nemenda í frímínútum og eyðum.
  • Samkvæmt lögum eru allar reykingar og tóbaksnotkun bannaðar í húsnæði og á lóðum skólans.
  • Skráning í mötuneyti er hjá ritara og geta nemendur skráð í 2 eða fleiri máltíðir a.m.k. mánuð fram í tímann og  kostar máltíðin 850.-  fyrir þá sem eru ekki á heimavist. Skráning í skólarútu er einnig hjá ritara.
  • Skápaleiga, hægt er að leigja skápa fyrir 1000.- kr. sem eru endurgreiddar í lok annar þegar nemandi skilar lyklinum aftur.
  • Veikindaskráningar – foreldrar/forráðamenn þurfa að tilkynna veikindi fyrir kl. 11:00. Hægt er að hringja í 4771620 eða skrá veikindi í Innu. Nemendur eldri en 18 ára geta sjálfir tilkynnt veikindi.
  • Allir nemendur eru með vinnustofutíma í stundatöflunni sinni. Það er skyldumæting í vinnustofutíma fyrir nemendur fædda 2002. Vinnustofutímar eru hluti ef tímafjölda áfanga og nauðsynlegt er fyrir alla nemendur að nýta sér þá vel.