Mötuneyti VA - Matfélagið

Nemendur VA geta keypt sér hádegisverð í mötuneyti skólans sem er staðsett á heimavistinni, á Nesgötu 40.

 

Matseðil má nálgast á heimasíðu skólans og einnig á Facebook síðu Matfélagsins.

Fastar skráningar í hádegismat (tvær, þrjár, fjórar eða fimm máltíðir á viku) fara fram hér. Þegar nemendur hafa fengið stundatöflu skulu þeir tilkynna í mötuneyti hvaða daga þeir hyggjast skrá sem sína föstu daga í hádegismat og fá þeir afhent kort sem sýnir hvaða daga þeir hafa keypt fæði út önnina.

Einnig er hægt að kaupa 10 miða kort fyrir stakar máltíðir eða stakar máltíðir. Fyrir þetta er greitt í mötuneytinu. Posi verður á staðnum.

Þeir sem ekki eru skráðir í fast fæði þurfa að skrá sig í hádegisverð hverju sinni á Facebook síðu Matfélagsins. Skráning í stakar máltíðir þarf að fara fram fyrir kl. 15:00 daginn áður.

Hér má sjá verðskrá fyrir mismunandi skráningarleiðir í mötuneytinu á haustönn 2020.

 

Verið velkomin í mötuneyti VA!

 

Lilja Guðný Jóhannesdóttir                                 Hákon Guðröðarson

skólameistari                                                        Matfélagið, Hildibrand Hótel