Heimavist á vorönn 2021

Heimavistin verður opnuð fimmtudaginn 7. janúar kl. 17:00. Fundur kl. 17:30 fyrir vistarbúa og foreldra/forráðaaðila. Kvöldverður fyrir vistarbúa er kl. 18:00 – 19:00.

Foreldrar/forráðaaðilar mæta með nemendum yngri en 18 ára á heimavistina til að undirrita með þeim leigusamning. Ef eitthvað kemur í veg fyrir að það sé hægt eru viðkomandi foreldrar/forráðaaðilar beðnir að setja sig í samband við skrifstofu skólans, eigi síðar en 5. janúar svo hægt sé að ganga rafrænt frá samningi.

Mikilvægt er að allir vistarbúar mæti á fundinn þann 7. janúar en þar verða m.a. kynntar verklagsreglur skólans um rafræna vöktun sem til staðar er á heimavistinni.

Á heimavistinni eru eldhúskrókar til afnota fyrir nemendur. Í þeim eru öll nauðsynleg eldhúsáhöld og tæki s.s. ísskápur, örbylgjuofn, brauðrist o.fl. Góð umgengni er forsenda þess að sambýli um eldhúskróka gangi vel.

Nemendur þurfa sjálfir að koma með rúmföt, sæng, kodda og handklæði og það sem þeir vilja skreyta herbergi sitt með.

Á heimasíðu skólans eru ýmsar upplýsingar um heimavistina sem mikilvægt er að allir séu upplýstir um. Einnig má þar nálgast heimavistarreglur .

Gjaldskrá mötuneytis og heimavistar er á heimasíðunni og þar eru einnig (neðst á síðunni) gagnlegar upplýsingar um um þá styrki/stuðning sem í boði er fyrir nemendur á heimavist (húsnæðisstuðning/húsaleigubætur og jöfnunarstyrk).

Fyrir frekari upplýsingar um heimavist Verkmenntaskóla Austurlands, vinsamlegast sendið fyrirspurn til skólameistara (lilja@va.is ) eða aðstoðarskólameistara (karen@va.is ).