Skólasetning og ýmsar gagnlegar upplýsingar

Skólasetning Verkmenntaskóla Austurlands verður þriðjudaginn 20. ágúst kl. 8:30 - í stofu 1Að setningu lokinni taka við fundir með umsjónarkennurum og kennsla samkvæmt stuttri stundatöflu.

Stutta stundataflan verður birt á heimasíðunni og samfélagsmiðlum skólans þegar nær dregur. Skóla lýkur kl. 11:45 þennan fyrsta skóladag.

Þriðjudagur 20. ágúst

  • 8:30 Skólasetning í stofu 1 (bóknámshús)
  • 8:50 Fundir með umsjónarkennurum
  • 9:30 - 11:45 Kennt samkvæmt stuttri stundatöflu
  • 12:00 Skólarúta fer frá VA


Skólaakstur

Skólaakstur hefst mánudaginn 20. ágúst. Hér eru frekari upplýsingar um skólaaksturinn.

  • Fyrsta skóladaginn er brottför að morgni samkvæmt dagskrá en brottför aftur frá VA kl. 12:00. 

 

Mötuneyti

Mötuneyti á heimavist verður opnað miðvikudaginn 21. ágúst (fyrir aðra nemendur en heimavistarnemendur). Matseðla má nálgast á heimasíðu skólans og Facebook-síðu Matfélagsins.

  

Heimavist

Heimavist VA að Nesgötu 40 verður opnuð nemendum mánudaginn 19. ágúst kl. 16:00.

  • 16:00 – 17:00  Undirritun húsaleigusamninga og afhending herbergja/lykla
  • 17:00   Fundur í matsal með skólameistara, aðstoðarskólameistara, umsjónarmanni heimavistar, húsverði og matráði
  • 18:00   Léttur kvöldverður

* Foreldrar/forráðamenn mæta með nemendum yngri en 18 ára og undirrita með þeim húsaleigusamning


Inna

Í Verkmenntaskóla Austurlands nota nemendur Innu (www.inna.is). Leiðbeiningar um hvernig á að sækja lykilorð í Innu eru hér á heimasíðunni.

Í Innu geta nemendur t.d. séð áfanga sem þeir eru skráðir í (fara í námsferill – annir), fylgst með mætingu sinni og skoðað stundatöfluna sína. Opnað verður fyrir stundatöflur haustannar í Innu mánudaginn 19. ágúst.

 

Námsgögn

Bókalistar eru á heimasíðu skólans (bókalistar) og nýjar bækur og ritföng eru m.a. til sölu í versluninni Tónspil í Neskaupstað. 

Mögulegt er að einhverjar bækur eigi eftir að koma inn á listann.