Skipulagið framundan

Heil og sæl

Nú er endurskipulagningu skólastarfs í VA lokið með tilliti til hertra sóttvarnareglna. Það skipulag sem hér verður kynnt gildir að óbreyttu til og með 19. október, eða næstu tvær vikur.

Sóttvarnareglur krefjast þess enn sem fyrr að einstaklingar geti haft minnst 1 metra fjarlægð sín á milli og hámarkafjöldi í nemendahópi má ekki fara yfir 30. Blöndun nemenda milli hópa er ekki heimil og getur nemandi bara tilheyrt einum nemendahópi.

Starfsfólki er heimilt að fara á milli hólfa og því geta kennarar kennt utan þess sóttvarnahólfs sem þeir tilheyra. Við þær aðstæður skal sérstaklega gætt að einstaklingsbundnum sóttvörnum og grímur notaðar.

Því verða allir áfangar á stúdentsbrautum kenndir í fjarnámi í gegnum Bláa hnöttinn og eiga nemendur að mæta stundvíslega í alla tíma þar. Upplýsingar fyrir hvern áfanga verða aðgengilegar á Kennsluvef (https://moodle.va.is/ ) en þaðan fara nemendur inn í Bláa hnöttinn. Ef nemendur lenda í vandræðum með að komast inn á hnöttinn er mikilvægt að þeir hafi samband við kennara og/eða Viðar kerfisstjóra, vidar@va.is .

Í staðnámi hafa verið skipulögð nákvæm sóttvarnahólf og er nemendum óheimilt að fara á milli hópa.

Kennslu í staðnámi verður haldið úti til fulls á eftirfarandi námsbrautum. Nemendur eiga að mæta í tíma samkvæmt stundatöflu.

Vinsamlegast smellið á hlekki á bak við brautaheitin til að kynna ykkur nánar fyrirkomulag á hvorri námsbraut.

Kennslu í staðnámi verður haldið úti á eftirfarandi námsbrautum, að eins miklu leyti og mögulegt er og nemendum raðað í sóttvarnahólf.

Vinsamlegast smellið á námsbrautirnar til að sjá frekari upplýsingar. Mikilvægt er að nemendur kynni sér vel hvernig fyrirkomulagið verður. Athugið að búið er að gera talsverðar breytingar á kennslustofum.

Námsbrautir sem taka engum breytingum þar sem kennslan er öll í fjarnámi:

  • Sjúkraliðabraut, sjúkraliðabrú, námsbrautir fyrir stuðningsfulltrúa og leikskólaliða

GRÍMUNOTKUN - FYRIRMÆLI OG LEIÐBEININGAR

HEIMAVIST - smellið hér til að sjá leiðbeiningar sem tengjast heimavist

Takmarkað aðgengi verður að skólanum næstu tvær vikurnar - sjá nánar hér hvernig skal snúa sér ef einhver þarf að koma í skólann, nemendur eða aðrir.

Loks vil ég benda öllum á að með því að fara nær öðrum en meter, án grímu, erum við ekki eingöngu að taka ákvörðun um að leggja okkur sjálf í smithættu heldur einnig annan einstakling. Það eiga allir, nemendur jafnt sem starfsfólk, rétt á því að mörkin séu virt. Höfum þetta alltaf í huga. Það vill enginn verða þess valdandi að smita aðra af gáleysi. 

Þetta er svolítið eins og með ,,umhverfissóða", eða skíðafantinn sem Gunni og Felix túlkuðu hér um árið. Það vill enginn vera smitvarnasóði. Vöndum okkur saman og minnum hvert annað á.

Handþvottur, spritt, meterinn og gríma ef þess þarf - það er málið. Jú, og svo er nauðsynlegt að ,,kjafta sig í rúmið" ef við erum með einkenni, það er ábyrga leiðin í dag!

#viðgetumþettasaman 

Með góðri kveðju, skólameistari