Fréttir

Tæknidagur fjölskyldunnar 2018

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 6. október. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Tilefnið verður jafnframt notað til að opna glænýja suðuaðstöðu í verkkennsluhúsi skólans og mun mennta- og menningarmálaráðherra klippa á borðann með skólameistara VA.
Lesa meira