Fréttir

Vorönn 2019

Umsóknartímabil fyrir vorönn 2019 er frá 01. nóvember til 30. nóvember. Þetta tímabil er fyrir þá nemendur sem ekki stunda nám í VA. Nemendur sækja um námið á innritunarsíðu Menntamálastofnunar. Á heimasíðu VA má sjá námsframboð skólans. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir áfangastjóri svarar öllum fyrirspurnum um nám á vorönninni.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur til að sækja um jöfnunarstyrk er til 15. október 2018. Hægt er að sækja um á www.lin.is eða á „mínu svæði“ í INNU. Áríðandi er að merkja við annað hvort skólaakstur eða heimavist eftir því sem við á. Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar 2018

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 6. október. Sem fyrr er dagurinn tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi og miðast dagskráin við alla aldurshópa. Tilefnið verður jafnframt notað til að opna glænýja suðuaðstöðu í verkkennsluhúsi skólans og mun mennta- og menningarmálaráðherra klippa á borðann með skólameistara VA.
Lesa meira