Fréttir

Námsmatsdagar

Þriðjudaginn 04. desember hefst námsmatstímabil í Verkmenntaskóla Austurlands. Námsmatstímabilið er tvær vikur og er síðasta prófið föstudaginn 14. desember en sjúkrapróf eru mánudaginn 17. desember. Öll próf hefjast kl. 10:00. Af þessum sökum breytist brottfarartíminn á rútunni. Rútan fer frá Reyðarfirði kl. 09:00 og svo aftur til baka frá Verkmenntaskólanum kl. 12:15.
Lesa meira

Vinnustofudagur 3. desember

Mánudagurinn 3. desember er vinnustofudagur í Verkmenntaskóla Austurlands. Þann dag eru kennarar til staðar fyrir nemendur til að aðstoða þá við prófundirbúning og verkefnaskil. Ekki er mætingaskylda þennan dag en nemendur eru hvattir til að nýta sér aðgengið að kennurunum vel. Hæg er að sjá yfirlit yfir það hvenær og hvar kennararnir eru með því að smella hér. Rútuferðir til og frá VA eru á venjulegum tímum þennan dag.
Lesa meira

Vorönn 2019

Umsóknartímabil fyrir vorönn 2019 er frá 01. nóvember til 30. nóvember. Þetta tímabil er fyrir þá nemendur sem ekki stunda nám í VA. Nemendur sækja um námið á innritunarsíðu Menntamálastofnunar. Á heimasíðu VA má sjá námsframboð skólans. Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir áfangastjóri svarar öllum fyrirspurnum um nám á vorönninni.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Umsóknarfrestur til að sækja um jöfnunarstyrk er til 15. október 2018. Hægt er að sækja um á www.lin.is eða á „mínu svæði“ í INNU. Áríðandi er að merkja við annað hvort skólaakstur eða heimavist eftir því sem við á. Lánasjóður íslenskra námsmanna.
Lesa meira