Fréttir

Tæknidegi fjölskyldunnar aflýst annað árið í röð

Annað árið í röð hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin af stýrihópi Tæknidags fjölskyldunnar að aflýsa deginum. Við teljum að það sé afar erfitt að sníða daginn og það sem hann stendur fyrir, að þeim sóttvarnareglum sem nú eru í gildi. Við viljum hámarka upplifun og ánægju gesta og teljum að það geti ekki orðið við það ástand sem við búum við.
Lesa meira

Rafdeildin fær góða gjöf

Við fengum góða gesti til okkar í rafdeildina í dag. Þeir Kristinn Guðbrandsson og Helgi Guðlaugsson komu færandi hendi og afhentu okkur innlagnaefni að gjöf.
Lesa meira

Dagur íslenskrar náttúru

Á morgun, fimmtudaginn 16. september, er dagur íslenskrar náttúru. Dagurinn hefur verið haldinn árlega frá árinu 2010 en þá var ákveðið að tileinka náttúrunni sérstakan heiðursdag til þess að undirstrika mikilvægi hennar.
Lesa meira

Enduropnun Fab Lab laugardaginn 18. september

Þá er að styttast í stóru stundina. Fab Lab Austurland er að opna dyr sínar að nýju. VA og Fab Lab Austurland vilja bjóða öllum að koma næstkomandi laugardag, 18. september, og fagna þessum áfanga. 
Lesa meira

Vel heppnuð lýðræðisvika

Í síðustu viku var lýðræðisvika í framhaldsskólum landsins. Í skólanum okkar voru nokkrir viðburðir sem tengdust vikunni beint.
Lesa meira

Kynning fyrir forsjáraðila

Í VA er boðið upp á kynningu fyrir forsjáraðila í upphafi haustannar enda skiptir áhugi og eftirfylgni með nemendum sem eru að hefja framhaldsskólanám gríðarlega miklu máli. Auk þess var mikilvægt að fara yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á skólastarfinu fyrir upphaf haustannar, t.a.m. nýja stundatöflu og skólasóknarreglur.
Lesa meira

Lýðræðisvika í framhaldsskólum

Vikan 6.-9. september er lýðræðisvika í framhaldsskólum. Í tilefni af því verða nokkrir viðburðir í skólanum okkar.
Lesa meira

Gengið gegn kynferðisofbeldi

Í gær var veðurblíðan nýtt til þess að halda í hina árlegu haustgöngu VA. Nemendur og starfsfólk gat valið um þrjár leiðir, í Drangaskarð, Hrafnakirkju eða Páskahelli.
Lesa meira

Jöfnunarstyrkur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir jöfnunarstyrks fyrir námsárið 2021-2022 og eru nemendur hvattir til að sækja um strax fyrir báðar annir námsársins. Umsóknarfrestur haustannar er til og með 15. október n.k. og vorannar til og með 15. febrúar n.k.
Lesa meira

Haustganga VA miðvikudaginn 1. september 2021

Gengið verður frá skólanum og í boði verða 3 mis auðveldar leiðir.
Lesa meira